KUKL ehf - Leiguskilmálar

OPNA PDF ÚTGÁFU

 

1. Skilgreiningar

1.1 Eftirfarandi leigu- og söluskilmálar kallast hér eftir “skilmálar”. Skilmálar þessir gilda bæði vegna leigu á búnaði og mannafla frá Kukl ehf. Í skilmálum þessum eru að finna hugtök sem skilgreind eru hér á eftir:

1.1.1 Kukl: Kukl ehf 540802-2110 er fyrirtækið sem gerir leigusamninga og gefur út leigu- eða sölureikninga eftir því sem við á.

1.1.2 Viðskiptavinur: Einstaklingur, fyrirtæki eða félagasamtök sem eiga í viðskiptum við Kukl.

1.1.3 Einnota búnaður: á við um allan búnað sem flokkaður er sem einnota. Þetta er búnaður sem má skilgreina sem: (þó er ekki um bindandi upptalningu að ræða) ljósa filterar, diffusion efni, net, ND, polar, rafmagns perur, rafmagns öryggi, gaffer límband, gel klemmur, bréf þurrkur eða aðrir hlutir sem skila sér ekki til baka í upprunalegu ástandi eftir notkun.

1.1.6 Búnaður: á við um öll leigutæki, ásamt einnota búnaði (nema að annað sé tekið fram) og annað sem viðskiptavinur fær afhent í leigu eða sölu hjá Kukl. Búnaður getur einnig átt við tæki sem þarf að skipta út eða gera við.

1.1.7 Leigutími: á við um tímabil sem skal hefjast á þeim degi sem leigutilboðið segir til um, ef dagsetning er ekki skilgreind í leigutilboði þá hefst leigutíminn þegar búnaðurinn kemst í umsjón viðskiptavinar eða er sendur til viðskiptavinar af starfsmönnum Kukl. Leigutímabilið skal teljast lokið á þeim degi sem leigutilboðið segir til um, ef dagsetning er ekki skilgreind í leigutilboði eða skil dragast á langinn þá telst leigutíma lokið þegar búnaðurinn kemur til baka í starfsstöðvar Kukl. Viðskiptavinur skal afhenda Kukl leigubúnaðinn í því ásigkomulagi sem skilmálar þessir segja til um.

1.1.8 Leigugjald: hugtak um kostnað við að leigja búnaðinn og kaup á einnota búnaði, útreikningur leigugjalds er sundurliðaður í leigutilboði frá Kukl og kostnaður vegna einnota búnaðar er aðskildur í leigutilboði (þar sem hann er áætlaður). Kostnaður við einnota búnað getur breyst miðað við notkun.

1.1.9. Eldsneyti: Hverskyns vökvar s.s. dísil, bensín eða aðrar olíur sem notaðar eru til þess að gangsetja farartæki og búnað sem leigður er af Kukl.

1.2 Skilmálar þessi skulu gilda yfir öll viðskipti þ.m.t. leigur, lán og sölu á búnaði frá Kukl, endurleigur frá þriðja aðila ásamt útseldri vinnu starfsmanna Kukl (hvort sem er sérhæfð tæknivinna, akstur með búnað eða önnur vinna) til viðskiptavinar. Þetta er samkomulag milli Kukl og viðskiptavinar sem útilokar aðra skilmála og önnur skilyrði, hverskyns breyting á afsali eða viðbætur á þessum skilyrðum þurfa að vera sérstaklega samþykkt skriflega, undirritað af framkvæmdastjóra eða forstjóra Kukl.

 

2. Afhenging og áhætta

2.1 Allur búnaður skal afhendast á starfsstöð Kukl, þar fær viðskiptavinur tækifæri til þess að fara yfir það sem er að fara í leigu. Þetta á við í öllum tilfellum, nema að sérstaklega hafi verið samið um að Kukl sjái um akstur á búnaðinn fyrir viðskiptavini.

2.2 Í þeim tilfellum sem búnaðurinn er sendur af starfsmanni Kukl til viðskiptavinar á heimilisfang sem viðskiptavinur hefur tilgreint, þá skal Kukl tilkynna viðskiptavini áður en lagt er af stað um að búnaðurinn sé tilbúinn. Allur akstur er alfarið á kostnað og ábyrgðar viðskiptavinar.

2.3 Ábyrgð og áhætta á búnaði færist yfir á viðskiptavini þegar búnaður er afhentur á starfsstöð Kukl og mun viðskiptavinur eftir það vera ábyrgur fyrir tjóni og skemmdum á búnaði einnig ef búnaður glatast. Hvort sem búnaðurinn hafi verið meðhöndlaður af starfsmönnum viðskiptavinar á starfsstöð Kukl, sendur til viðskiptavinar af starfsfólki Kukl eða sóttur af viðskiptamanni, skal ábyrgðin ávallt vera hjá viðskiptavini. Ábyrgð skal vera hjá viðskiptavini þar til allur búnaður sem afhentur var er kominn aftur á starfsstöðvar Kukl.

2.4 Viðskiptavinur ber fulla ábyrgð á að búnaður skili sér til baka á tilsettum tíma.

2.5 Tími afhendingar skal vera samkvæmt samkomulagi og viðskiptavinur getur ekki krafist að eðlilegu afhendingarferli sé flýtt, þó skulu starfsmenn Kukl ávallt reyna að koma til móts við þarfir viðskiptavinar og hagræða öllu ferli eins og hægt er þegar mikið liggur við.

2.6 Öll afgreiðsla utan opnunartíma (sem er auglýstur á heimasíðu Kukl) kallast útkall. Viðskiptavinur þarf að greiða fyrir öll útköll og fara þau eftir verðskrá hverju sinni. Kukl rukkar fyrir öll útköll þrátt fyrir að viðskiptavinur komi oftar en einu sinni á sama deginum og þrátt fyrir að starfsmaður Kukl sé staddur í starfsstöðvum Kukl.

2.7 Öll farartæki, rafstöðvar og annar búnaður sem notast við eldsneyti skal afhendast með fullan tank af eldsneyti og skal vera skilað með fullan tank af eldsneyti. Ef farartæki eða búnaði er ekki skilað með fullan tank þá bætist eldsneytiskostnaður ásamt vinnulið sjálfkrafa við kostnað á verkefni.

2.8 Reykingar eru bannaðar í öllum farartækjum frá Kukl, ef sú regla er brotin er viðskiptavinur rukkaður um hreinsunargjald. 

 

3. Samþykki

3. Viðskiptavinur telst hafa samþykkt skilmála þessa og ástands búnaðar þegar hann yfirgefur starfsstöðvar Kukl.  Viðskiptavinur getur, ef upp koma gallar á búnaði, lagt inn kvörtun allt að þremur dögum eftir að búnaðurinn hefur verið afhentur og yfirgefið starfsstöðvar Kukl. Ef viðskiptavinur hefur ekki gert athugasemd þremur dögum eftir afhendingu þá skal búnaður teljast samþykktur af viðskiptavini.

 

4. Tryggingar

4.1 Viðskiptavini ber skylda að vátryggja allan búnað og farartæki áður en hann er afhentur. Kukl setur skilyrði að búnaður og farartæki séu vátryggð gagnvart stuldi eða því að búnaður skemmist. Nái skilmálar vátryggingafélags viðkomandi ekki yfir slíkan atburð þá er tjón alfarið í eigin áhættu leigjenda. Vátryggingin skal greiða að fullu fyrir viðgerð eða útvega nýjan búnað. Sama á við um farartækjatryggingar sem eru innifaldar í leiguverði.  Undanskilið skyldutryggingu: Flygildaflug (Drónaflug), myndatökur undir vatnsyfirborði og aðrar óöruggar aðstæður, t.d. vinna í ótryggri hæð, upptökur þar sem lasergeisli er notaður og útbyrðis bílamyndatökur. (sjá. 4.7 fyrir sérstakar tryggingar).

4.2 Kukl selur viðskiptavini tryggingu með öllum leigusamningum sem er 4% af heildar leiguverði, tryggingargjald bætist sjálfkrafa við öll leigutilboð.

4.3 Í þeim tilfellum sem viðskiptavinur vátryggir ekki búnaðinn samkvæmt skilmálum 4.1, getur Kukl neitað viðskiptavini um afhendingu á búnaði eða að búnaður verður ekki sendur til viðskiptavinar frá Kukl.

4.4 Sjálfsábyrgðin er í öllum tilfellum 15% af endurnýjunarverði í hverju tjóni, ef öllum öryggis kröfum hefur verið fylgt eftir. Sjálfsábyrgðin er þó aldrei lægri en 120.000kr ef búnaður fellur undir bótaksyldan atburð. ATH: Tryggingafélagið fer ávallt fram á lögregluskýrslu ef búnaður glatast, hann hverfur eða er fjarlægður í innbroti.  

4.5 Ökutækja tryggingar (eru skv. Íslenskum lögum): Innifalið í iðngjaldi á bílaleigu eru lögboðnar ökutækjatryggingar þ.e. ábyrgðartrygging og slysatrygging ökumanns og farþega. Hver eigináhætta í tjónum á við einn einstaka atburð. Eigin áhætta er skv. Þessum samningi að lágmarki 120.000kr vegna tjóns á ökutækis.

4.6 Það sem vátryggingar ná ekki yfir: (Að öðru leyti er vísað í skilmála fyrir vátryggingar hjá T.M. ehf)

4.6.1 Skemmdir af ásetningi eða sakir stórkostlegs gáleysis.

4.6.2 Öll notkun á búnaði við neyslu á áfengi eða vímuefnum.

4.6.3 Skemmdir akstri utan alfaraleiða og vegatroðningum, götuslóðum, snjósköflum, ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur, forvaða eða vegleysu. Nema að þess sé sérstakelga getið.

4.6.4 Skemmdir af völdum þess að sandur, möl, aska, vikur eða önnur jarðefni fjúka á ökutækið.

4.6.5 Þjófnaður ef lögregluskýrsla er ekki fyrir hendi eða að ógætilega var gengið frá búnaði, s.s. hnupl.

4.7 Sérstök skaðatrygging: Sérstök skaðatrygging er í boði í gegnum Kukl, slíkar tryggingar eru skylda þegar flogið er með búnað í flygildi (Drone), neðansjávar myndatökur, upptökur þar sem notast er við laiser og önnur notkun á búnaði við aðrar hættulegar aðstæður.

4.7.1 Gera skal ráð fyrir að slík vátrygging þurfi þrjá daga í vinnslu.

4.7.2 Eigin áhætta í hverju tjóni með sérstakri skaðatryggingu er 15% þó aldrei lægri en 500.000kr.  

4.7.3 Sérstök takmörkun vegna vindhraða við notkun flygilda (Drone); Vátrygging greiðir ekki bætur vegna tjóns þar sem vindhraði hefur farið yfir 8 metra á sekúndu. (að öðruleiti má sjá nánar tryggingaskilmála nr.190 hjá T.M. ehf.)

4.7.4 Eingöngu þeir sem skráðir eru sem stjórnendur tækja í sértæka skaðatryggingu hafa til þess leyfi að notabúnaðinn við slíkar aðstæður.

4.8 Óheimilt er að flytja búnað úr landi nema að gengið sé sérstaklega frá auka vátryggingu við leigusala, þar sem vátryggingar takmarkast eingöngu við Ísland. Annars er búnaður í eigin áhættu.

 

5. Ástand og þjónusta

5.1 Allar lýsingar, teikningar og upplýsingar um stærð og þyngd sem hægt er að nálgast hjá Kukl (en takmarkast ekki við) í bæklingum eða á heimasíðu Kukl eru til þess eins að gefa aðeins almenna hugmynd af búnaði. Kukl áskilur sér rétt til að breyta vöruframboði án fyrirvara, breyta verði án fyrirvara og breyta búnaði án fyrirvara.

5.2 Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir ákvörðun um að búnaður sem hann velur sér henti til fyrirhugaðrar notkunar.

5.3 Kukl skuldbindur sig til þess að afhenda búnaðinn í starfshæfu ástandi miðað við bestu vitund þegar viðskiptamaður fær búnaðinn afhendann.

5.4 Kukl áskilur sér þann rétt að nota allar eðlilegar aðferðir til þess að leitast við að selja eða leigja búnað til viðskiptavinar. Viðskiptavinur ber einn ábyrgð á því að búnaðurinn henti fyrir hvert verkefni hverju sinni, þó að starfsmaður hjá Kukl hafi mælt með búnaði í verkefni þá er það á ábyrgð viðskiptavinar að sá búnaður henti verkefninu. Með því að viðskiptavinur samþykkir leigutilboð hefur hann staðfest að hann hafi fullvissað sig um að búnaður henti þeim tilgangi sem á að nota búnaðinn í.

 

6. Verð

6.1 Kukl hefur lokaorð er varðar verð, verðlag fer eftir afhendingu og notkunartíma búnaðar og Kukl áskilur sér rétt til að breyta verði á búnaði og þjónustu án fyrirvara.

6.2 Leiguverð sem kemur fram í leigutilboði er í öllum tilfellum (nema sérstaklega hefur verið samið um annað) undan skilið kostnaði við pökkun og undirbúningi á búnaði, tryggingum á búnaði og kostnaði við að senda og sækja búnað. Öll verð eru gefin upp án virðisaukaskatts og bætist sá skattur við endanlega upphæð sem greiddur er af viðskiptavini.  

6.3 Almenn ákvæði um leiguverð:

6.3.1 Ef ekki hefur verið samið um annað skal leiguverð vera greitt að fullu fyrir afhendingu á búnaði.

6.3.2 Ef búnaður skilar sér ekki innan umsamins leigutíma skal viðbótar leigukostnaður vegna vanskilum greiðast af viðskiptavin.

6.3.3 Sá tími sem búnaður er frá notkun vegna þess að hann hafi glatast eða tjónast skal vera greiddur af viðskiptavin.

6.3.4 Viðskiptavinur greiðir fyrir allan einnota búnað fyrir afhendingu, Kukl mun endurgreiða þann kostnað ef einnota búnaði er skilað til starfsstöðva Kukl að leigutíma liðnum í upprunalegu ástandi.

6.4 Leigu- og sölureikningar skulu vera að fullu greiddir af viðskiptavini á umsömdum tíma en þó eigi síðar en 30 dögum eftir að reikningur er gefin út.

6.5 Vextir vegna ógreiddra reikninga eru 5% reiknast á alla útgefna reikninga eftir að umsömdum greiðslufresti líkur.

6.6 Öll tilboðsverð vegna leigu, sölu eða útseldrar vinnu eru ánvirðisaukaskatts (VSK). Virðisaukaskattur er á öllum reikningum sem Kukl gefur út og skal vera greiddur af viðskiptavini eins og lög gera ráð fyrir.

6.7 Engin krafa eða gagnkrafa á hendur Kukl skal heimila viðskiptavini að halda frá Kukl einhverjum fjárhæðum vegna þessum eða öðrum samningum við Kukl.

 

7. Skuldbinding

7.1 Viðskiptavinur eða starfsfólk á hans vegum viðurkennir að í öllum samskiptum sínum við Kukl og starfsmenn Kukl skal það treysta á sína eigin þekkingu fyrir tilgangi og notkun sem búnaður þarf að hafa. Viðskiptavinur ber alfarið ábyrgð á öllum tapi og skuldum hvers eðlis sem leiðir af þessum samningi, þ.mt (án takmarkana) hvers konar bilun, misskilningi á afhendingu búnaðar eða gáleysis starfsmanna Kukl.

7.2 Kukl er ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgt fyrir óbeinu eða afleiddu tapi, eða skemmdum þrátt fyrir að slíkt tjón sé tilkomið vegna Kukl eða vanrækslu af starfsfólki Kukl.

7.3 Ef Kukl þarf að beiðni viðskiptavinar að veita þjónustu tæknimanns eða útvega einhvern annan starfskraft fyrir viðskiptavin, hvort sem er útseld vinna tæknimanns eða annars starfskrafts. Öll ábyrgð gagnvart þriðja aðila, hvort sem er tap eða skaði viðskiptavinar eða Kukl er hjá viðskiptavini og starfsfólk Kukl í útseldri vinnu skal vera á ábyrgð viðskiptavinar og mun Kukl ekki vera ábyrgt fyrir tapi eða tjóni af einhverju tagi hvort sem það sé stuðlað að vanrækslu starfsmanns eða vanrækslu Kukl.

 

8. Skuldbinding viðskiptavinar

8.1 Viðskiptavinur getur ekki á leigutíma leigt, selt, bjóðið til sölu eða lánað til þriðja aðila einnig getur viðskiptavinur ekki veðsett búnaðinn. Viðskiptavinur skal ekki með öðrum athöfnum eða athafnaleysi afnumið réttindum eða hagsmunum Kukl í búnaði sem er í leigu og er vissulega eign Kukl.

8.2 Viðskiptavinur skal tryggja að búnaður er á öllum tímum í vörslu viðskiptavinar og skal vera stjórnað og notað á réttan hátt, einungis af einstaklingum með viðeigandi menntun og réttindi sem þekkja gerð búnaðar sem um ræðir í samræmi við fyrirmæli framleiðanda eða Kukl.

8.3 Viðskiptamaður skal ávallt meðan á leigutíma stendur halda búnaði í góðu ástandi og skal viðskiptavinur halda utan um eðlilegt viðgerðir og viðhald og skal hann bera kostnað af því. Viðskiptavinur skal vernda búnað frá óeðlilegu sliti og tapi eða skemmdum af völdum  athafnaleysis, glæpamönnum eða öðrum aðilum.

8.4 Viðskiptavinur ber ábyrgð á og skal bæta Kukl allt það tjón sem Kukl getur orðið fyrir vegna afleiðingar af óeðlilegri afpöntun eða breytingu á pöntun í hvaða tilgangi sem er, hvort sem er vegna leigu eða sölu búnaður eða þjónustu.

8.5 Viðskiptavinur skal skila öllum búnaði til starfsstöðva Kukl í lok leigutíma og góðu ásigkomulagi fyrir utan eðlilegt sliti.

8.6 Viðskiptavinurinn getur ekki á leigutíma án skriflegs samþykkis Kukl notað búnaðinn í óeðlilegar eða hættulegar aðstæður. Viðskiptavinur getur ekki tekið búnaðinn úr landi, tekið búnaðinn í loftfar annað en reglulegt áætlunarflug. Viðskiptavinur getur ekki tekið búnaðinn á bát, jetski eða önnur skip sem eru ekki í reglubundnum siglingum.

8.7 Viðskiptamaður þarf að sækja um öll tilskilin leyfi og leyfi sem kunna á hverjum tíma að vera krafist í tengslum við starfsemi viðskiptavinar við notkun búnaði og húsnæði þar sem búnaður er staðsettur í. Leyfi skulu vera í samræmi við öll lög og aðrar skyldur í tengslum við farartæki, búnaðinn og notkun hverju sinni.

8.8 Ef búnaður glatast, honum er stolið, eytt eða skemmdur og tjónið staðfest af tryggingarfélagi, skal viðskiptavinur greiða að fullu sjálfsábyrgð. (sjá 4 tryggingar og eigin áhætta). Í öllum tilfellum ef um glataðan eða stolinn búnað er að ræða þarf að framvísa lögregluskýrslu.

8.9 Viðskiptamaður skal heimila Kukl eða viðurkenndum fulltrúa Kukl á öllum sanngjörnum tímum að skoða búnaðinn. Viðskiptavinur þarf að gefa upp í hvaða húsnæði búnaðurinn er staðsettur í og veita Kukl eða löggiltum fulltrúum Kukl eðlilega aðstöðu fyrir slíka skoðun.

8.10 Viðskiptavinur samþykkir að halda Kukl, stjórnarmanna og starfsmönnum skaðlausa gegn öllum aðgerðum, málshöfðun, kostnaði, gjöldum og kröfum er varðar Kukl, stjórnarmönnum eða starfsmönnum er varðar tjón af afleiðingu vegna notkun eða nærveru búnaður eða ástandi hans á hverjum tíma frá upphaf leigutíma til loka leigutíma eða þar til að búnaður er aftur í vörslu Kukl.

8.11 Viðskiptamaður skal viðhalda merkingum á öllum búnaði frá Kukl eða láta festa á búnað þar sem merkingar vantar (annar búnaður en einnota búnaður). Merkingar skulu gefa til kynna að búnaður er eign Kukl og viðskiptavinir skulu tryggja að slíkar merkingar eru áberandi og eru ekki eyðilagðar, afmyndaðar eða faldar.

8.12 Viðskiptamaður skal sjá til þess að starfsmenn á hans vegum hafi tilskilin réttindi til þess að keyra vörubifreiðar sem viðskiptavinur leigir frá Kukl. Einnig skulu ökumenn viðskiptavinar sjá til þess að vörubifreiðar séu ávallt með uppfærða akstursbók, bifreiðar skulu ekki vera með viðvörunarljós án þess að það sé tilkynnt til starfsmanna Kukl tafarlaust og að staða mótorolíu bifreiða sé ávallt ásættanleg til aksturs.

8.13 Viðskiptamaður skal í lok leigutíma eða (eða fyrr) skila búnaði í góðu ásigkomulagi og sama ástandi eins og krafist er miðað við aðstæður, á eigin ábyrgð og kostnaðar við starfsstöð Kukl.

 

9. Leigusamningur felldur niður

9.1 Kukl er heimilt að fella niður leigusamning einhliða og án nokkurs fyrirvara eða bótaskyldu og taka í sína vörslu hinn leigða búnað hvenær sem er á leigutímanum í eftirfarandi tilvikum:

9.1.1 Þegar leigutaki hefur brotið gegn ákvæðum þessara skilmála eða leigusamnings.

9.1.2 Ef viðskiptavinur brýtur skuldbindingar viðskiptavinar. (sjá 8, skuldbindignar viðskiptavinar)

9.1.3 Ef Kukl hefur rökstudda ástæðu til að ætla að leigutaki muni brjóta gegn ákvæðum skilmála þessara eða leigusamnings.

9.1.4 Ef leigutaki lætur hjá líða að skila leigusala búnaði eða brýtur leiguskilmála að öðru leyti ber því að heimila (og telst hafa heimilað) Kukl eða viðurkenndum fulltrúa Kukl að koma inn í húsakynni þar sem búnaður kann að vera (eða þar sem leigusali hefur ástæðu til að ætla að hann sé) og taka búnaðinn í sína vörslu.

9.2 Við uppsögn samnings hver svo sem ástæðan er skal Kukl vera heimilt að gera allar þær ráðstafanir sem Kukl telur nauðsynlegar til þess að vernda búnaðinn þ.mt að sækja búnað sem Kukl og skal Kukl hafa fullt umboð fulltrúa sína til að framkvæma slíkar aðgerðir.

9.3 Viðskiptavinur mun á eftirspurn, bæta Kukl í fullu fyrir tapi eða skemmdum á búnaður og fyrir öllum kostnaði og gjöldum sem Kukl kunna að falla endurheimta búnaður og fyrir hvaða og öllum öðrum tapi (þ.mt afnota missi) sem Kukl getur þjást vegna brots með því að viðskiptavinurinn af þessum skilyrðum.

 

10. Force majeure

10. Kukl er ekki ábyrgt fyrir töfum, tjóni eða skemmdum að völdum óviðráðanlegra aðstæðna, óveðurs eða hverskonar aðstæður sem eiga beint, óbeint eða afleiður sem valda geta tjóni. Þær aðstæður sem eru Kukl óviðkomandi (án takmarkana við) óeirðir, truflunum, verkföll, út læsingu, elds, flóðs, sprengingar, lokana, eldgos og yfirnáttúrulega aðstæðna.

 

11. Persónutengsl

11. Leigubúnaður er leigður til viðskiptavinar, viðskiptavinur hefur ekki leyfi til þess að endurleigja búnaðinn nema með sérstöku samþykki Kukl. Viðskipta vinur ábyrgist að starfsmenn á sínum vegum virði þá notkunar skilmála sem Kukl setur til útleigu á búnaði. Leigusamningar eru ekki framseljanlegir.

 

12. Íslensk lög

12. Skilmálar þessir eru gerðir samkvæmt íslenskum lögum. Rísi mál vegna skilmála þessara skal höfða fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.